Lehmann ekki á förum til Þýskalands

Jens Lehmann.
Jens Lehmann. AP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þvertekur fyrir að Jens Lehmann, einn markvarða liðsins, fari frá félaginu í næsta mánuði. Það hefur gengið fjöllunum hærra að Lehmann fari til Wolfsburg í Þýskalandi eftir áramótin, en því neitar stjórinn.

Lehmann, sem er 38 ára gamall, hefur orðið að sjá á eftir föstu sæti sínu á milli stanga Arsenalmarksins til Spánverjans Manuels Almunia. Lehmann vill spila og verður að gera það ætli hann sér að vera í þýska landsliðinu.

„Þetta er bara í blöðunum. Við Jens höfum ekkert rætt þetta og ég hef ekkert heyrt frá Wolfsburg. Ég vil ekki spá fyrir um hvað gerist en Jens er hluti af áformum okkar í Arsenal,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert