Arsenal heldur tveggja stiga forskoti á toppnum

Eduardo fagnar marki sínum ásamt Cesc Fabregas og Mathieu Flamini.
Eduardo fagnar marki sínum ásamt Cesc Fabregas og Mathieu Flamini. Reuters

Arsenal og Manchester United hrósuðu bæði sigrum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal hafði betur gegn West Ham, 2:0, og Manchester United lagði Birmingham, 1:0. Þá bar Portsmouth sigurorð af Reading á útvelli , 0:2,og Everton gerði góða ferð til Middlesbrough og lagði heimamenn, 2:0.

Arsenal hefur 50 stig í efsta sæti, Manchester United 48, Chelsea er í þriðja sæti með 44 stig og Liverpool er í fjórða sætinu með 37 stig en á tvo leiki til góða.

Arsenal - West Ham 2:0 leik lokið

Freddie Ljungberg miðjumaður West Ham og fyrrum leikmaður Arsenal þarf að hætta leik eftir 36 mínútur vegna meiðsla. Hann fær mikið klapp frá stuðningsmönnum Arsenal þegar hann haltrar af velli. 

19. Arsenal gefur ekkert eftir en liðið er komið í 2:0 gegn West Ham. Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði mark heimamanna með glæsilegu skoti. Hans 12. mark í úrvalsdeildinni en Cristiano Ronaldo er markahæstur með 13 mörk.

15. Anton Ferdinand hársbreidd frá því að jafna metin en Gael Clichy bjargar af marklínunni. 

4. Króatinn Eudardo er búinn að koma Arsenal í 1:0 á Emirates Stadium en hann skoraði tvö mörk í 4:1 sigri gegn Everton í fyrradag.

Arsenal: Almunia, Justin Hoyte, Toure, Gallas, Clichy, Eboue, Fabregas, Flamini, Rosicky, Eduardo, Adebayor. Varamenn: Lehmann, Diaby, Hleb, Song Billong, Walcott.

West Ham: Green, Neill, Ferdinand, Upson, McCartney, Pantsil, Mullins, Spector, Noble, Ljungberg, Cole. Varamenn: Wright, Ashton, Tomkins, Camara, Collison.

Manchester United - Birmingham 1:0 leik lokið

Manchester United tekst á óskiljanlegan hátt að bæta ekki við öðru markinu. Fyrst átti Tevez þrumuskot sem fór í stöninga. Ronaldo náði frákastinu en fór illa að ráði sínu og skaut boltanum í varnarmann Birmingham. Annað mark United liggur í loftinu því pressan er mikil á mark Birmingham. 

50. Maik Taylor ver með tilþrifum skalla frá Ronaldo af stuttu færi. Heimamenn eru yfir 1:0 en Birmingham hefur byrjað síðari hálfleikinn ágætlega. 

24. Carlos Tevez kemur United í 1:0 eftir frábæran undirbúning frá Ronaldo. Portúgalinn sendi boltann innfyrir vörn Birmingham með hælspyrnu og Tevez skoraði af miklu öryggi og stakk snuði upp í munn sinn í fagnaðarlátunum. 

7. Skot frá Carlos Tevez fer í markstöninga eftir harða atlögu United. 

Wayne Rooney hefur ekki jafnað sig af veikindum og er með Englandsmeisturunum. Þá er Ryan Giggs hvíldur en Park er í fyrsta sinn í byrjunarliði United.

Man Utd: Kuszczak,  O'Shea, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, Anderson Carrick, Nani, Park, Tevez. Varamenn: Heaton, Hargreaves, Brown, Saha, Pique.

Birmingham: Taylor, Kelly, Jaidi, Ridgewell, Queudrue, McSheffrey, Nafti, Muamba, Larsson, Jerome, O'Connor. Varamenn: Doyle, Forssell, De Ridder, Parnaby, Palacios.

Reading - Portsmouth 0:2 leik lokið

Portsmouth er á góðri leik með að innbyrða sigur gegn Reading á Medejski Stadium. John Utaka skoraði annað Portsmouth á 67. mínútu leiksins með góðu skoti. 

11. Sol Campbell kemur Portsmouth yfir með marki af stuttu færi eftir mistök Hahnemanns markvarðar Reading.

6. Ibrahima Sonko varnarmaður Reading er rekinna af velli. Dæmd var vítaspyrna á Sonko fyrir að fella Benjani. Niko Kranjar fór á vítapunktinn en skot hans fór í stöng og útaf.

Reading stillir upp sama byrjunarliði og tapaði 6:4 fyrir Tottenham. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í liði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson tekur út leikbann. Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth sem vann fyrri leik liðanna á Fratton Park, 7:4.

Reading: Hahneman,  Murty, Sonko, Ingimarsson, Shorey, Hunt, Harper Cisse, Convey, Doyle, Kitson.

Portsmouth: James, Johnson  Campbell  Distin  Hreidarsson  Utaka, Diop  Hughes  Muntari  Kranjcar  Benjani.

Middlesbrough - Everton 0:2 leik lokið

James McFadden var að koma Everton í 2:0 á 72, mínútu á Riverside en Skotinn skoraði með góðu skoti eftir sendingu frá Andy Johnson.

Everton er komið yfir gegn Middlesbrough og skoraði Andy Johnson markið á 67. mínútu eftir sendingu frá Steven Pienaar. 

Staðan er enn marklaus á Riverside. Tim Howard er í góðu formi í marki Everton á 60. mínútu bjargaði hann meistaralega frá Gary O'Neill.

Bjarni Þór Viðarsson er ekki í leikmannahópi Everton.

Arsenal getur aukið forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Arsenal getur aukið forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert