Gerrard með þrennu - Tottenham marði Reading

Steven Gerrard fagnar þrennu sinni ásamt Alvaro Arbeloa á Anfield …
Steven Gerrard fagnar þrennu sinni ásamt Alvaro Arbeloa á Anfield í kvöld. Reuetrs

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool skoraði þrennu þegar liðið burstaði 2. deildarlið Luton, í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á Anfield í kvöld. Staðan í leikhléi var, 1:0. Tottenham hafði betur gegn Reading á útivelli, 0:1, með marki frá Robbie Keane.

Reading - Tottenham 0:1 leik lokið

Tottenham var að tryggja sér 1:0 útisigur gegn Reading og mætir Manchester United á Old Trafford í 4. umferðinni. Ívar Ingimarsson lék allan tímann í vörn Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. 

Tottenham hefur verið mun sterkari aðilinn og minnstu munaði að Defoe bætti við öðru marki fyrir liðið. Defoe átti viðstöðulaust þrumuskot að markinu en Federici markvörður Reading varði glæsilega.

Robbie Keane er búinn að koma gestunum yfir með marki af stuttu færi á 15. mínútu leiksins.

Margt góðra gesta er á Madjesjki. Þeirra á meðal eru landsliðsþjálfarinn Fabio Capello og aðstoðarmaður hans Stuart Pearce og Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United en United mætir Reading á laugardaginn.

Lið Reading: Federici, Shorey, Cisse, Ívar, Del la Cruz, Harper, Convey, Rosenior, Pearce, Lita, Long.

Lið Tottenham: Cerny, Chimbonda, Kaboul, Dawson, Tainio, Jenas, Gunter, Malbranque, Boateng, Keane, Defoe.

Liverpool - Luton 5:0 leik lokið

Steven Gerrard hefur fullkomnað þrennu sína en fyrirliðinn skoraði fimmta mark sinna manna með skoti af löngu færi. Markið verður að skrifast á reikning markvarðar Luton. 

Mörkunum rignir niður á Anfield en Steven Gerrard var að skora fjórða mark Liverpool og sitt annað í leiknum á 65. mínútu. 

Liverpool er að ganga frá 2. deildarliðinu en Sami Hyypia var að koma heimamönnum í 3:0 á Anfield með skallamarki.

Liverpool er búið að gera út um einvígið en Steven Gerrard hefur bætt við öðru marki.

Liverpool náði að brjóta ísinn á lokamínútu fyrri hálfleiks og var Ryan Babel þar af verki.

Liverpool er strax farið að þjarma að 2. deildarliðinu en þrumuskot frá Ryan Babel small í stönginni.

Lið Liverpool: Itandje, Arbeloa, Hyypia, Carragher, Riise, Pennant, Gerard, Alonso, Babel, Torres, Crouch.

Lið Luton: Brill, Goodall, Hutchison, Bell, Currie, Jackson, Robinson, Talbot, Andrew, Keane, Spring.

WBA - Charlton 2:2 (WBA vann í vítakeppni 4:3)

Chris Dickson náði að jafna fyrir Charlton á lokamínútunni og það stenfir í framlengingu.

Ítalinn Darren Ambrose er búinn að minnka muninn fyrir gestina á The Hawthornsm heimavelli WBA með skoti af stuttu færi.

Roman Bednar kom toppliðinu í 1. deild yfir með marki á 14. mínútu.

WBA er tryggja sér sæti í 4. umferðinni en James Morrison bætti við öðru marki fyrir heimamenn á 51. mínútu.

Millwall - Walsall 2:1 leik lokið

Milwall hefur lagt Walsall að velli og mætir Coventry í 4. umferðinni.

Ben May kom heimamönnum yfir á 15. mínútu.

Millwall er á góðri leið með að tryggja sér áframhald í keppninni en Gary Alexander bætti við öðru marki á 49. mínútu.

Alex Nicholls hefur náð að minka muninn fyrir gestina á 61. mínútu.

Bury - Norwich 2:1 leik lokið

Gamla brýnið Dion Dublin er búinn að minnka muninn fyrir Norwich með skallamarki á 86. mínútu.

Ben Futcher kom Bury yfir með marki á 18. mínútu.

Heimamenn eru komnir í 2:0 með marki frá Andy Bishop.

Fernando Torres er í fremstu víglínu hjá Liverpool.
Fernando Torres er í fremstu víglínu hjá Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert