Wenger: AC Milan sigurstranglegra

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að AC Milan sé sigurstranglegra í einvígi liðanna sem mætast í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Emirates Stadium í Lúndúnum í kvöld. Mílanóliðið er handhafi Evrópumeistaratitilsins og hefur unnið hann sjö sinnum, aðeins Real Madrid hefur unnið oftar eða níu sinnum.

,,Við erum svolítið lítilmagninn í þessum slag. AC Milan er reynslumikið lið sem vann titilinn í fyrra en við erum lið sem er á uppleið. Því verður þetta mikil áskorun fyrir mitt lið,“ segir Arsene Wenger.

,,Af ensku liðunum finnst mér ekki vafi leika á að við fengum erfiðasta mótherjann og þessir leikir skera úr um hvort við getum unnið Meistaradeildina eða ekki. Fyrir tveimur árum mættum við Real Madrid og fórum áfram en í fyrra vorum við slegnir út af PSV. Það er því erfitt að segja til um hvað gerist núna. Það eina sem við vitum að ef við náum ekki að spila okkar besta leik töpum við fyrir AC Milan,“ segir Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert