Forseti Lyon óhress með Alex Ferguson

Karim Benzema í leiknum gegn United.
Karim Benzema í leiknum gegn United. Reuters

Jean-Michel Aulas, forseti franska félagsins Lyon, er allt annað en sáttur við Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United. Ástæðan er áhugi Fergusons á Karim Benzema, framherja Lyon.

Félögin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. Þar skoraði Benzema glæsilegt mark og átti fínan leik.

Sagan segir að United hafi áhuga á að fá þennan tvítuga sóknarmann í sumar, en Aulas er ekki sáttur og segir að United hafi sett óþarfa þrýsting á hinn unga leikmann með því að lýsa yfir áhuga á honum.

„Ef Lyon sýnir einhverjum leikmanni í frönsku deildinni áhuga þá verður allt vitlaust og menn tala um hneyksli. En þegar United sýnir okkar manni áhuga rétt fyrir mikilvægan leik liðanna þá þykir engum það athugavert,“ sagði Aulas við Daily Mirror.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert