Benítez vill ræða málin við dómara

Rafael Benítez
Rafael Benítez Reuters

Búist er við því að enska knattspyrnusambandið ákveði í dag hvort Javier Mascherano, leikmaður Liverpool, fái meira en eins leiks bann, en hann þverskallaðist við að yfirgefa völlinn þegar honum var vikið af velli í leik liðsins við Manchester United um páskana.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann hafi áhuga á að ræða málin við Keith Hackett, framkvæmdastjóra dómarasambandsins, um þessi mál. „Ég hef áhuga á að ræða við Hackett um þessi mál því það er mikilvægt að finna lausn á þessu. Hjá Liverpool berum við virðingu fyrir leiknum, reglunum og við virðum dómara leiksins,“ sagði Benítez.

Ef hinn 23 ára argentínski miðjumaður verður úrskurðaður í þriggja leikja bann, eins og margir virðast gera ráð fyrir, þá misstir hann ekki bara af leiknum við Everton um helgina heldur ætti hann líka að missa af leikjum Liverpool við Arsenal og Blackburn.

Það er hins vegar nokkuð ljóst að fái hann lengra bann en einn leik þá mun Liverpool væntanlega áfrýja þeirri ákvörðun og krefjast munnlegs málflutnings. Það myndi seinka því að Mascherano tæki út framlengt bann sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert