Ferguson ætlar að hætta fyrir sjötugt

Alex Ferguson hefur verið afar sigursæll með Manchester United.
Alex Ferguson hefur verið afar sigursæll með Manchester United. Reuters

Alex Ferguson, hinn sigursæli knattspyrnustjóri Englands- og Evrópumeistara Manchester United, ætlar að hætta með liðið áður en hann verður sjötugur og hyggst stjórna því tvö eða þrjú ár í viðbót.

Ferguson, sem varð 66 ára síðasta gamlársdag, hefur stjórnað liði Manchester United í 22 ár, þriðjung ævi sinnar, eða frá árinu 1986.

Ferguson er í dag í ítarlegu viðtali á Sky Sports og hluta af því má lesa á vefsíðu stöðvarinnar. Smellið hér til að sjá það.

„Ég held að ég verði aldrei meira en þrjú ár enn, kannski tvö. Ég verð að taka tillit til eiginkonu minnar því þetta bitnar á henni. Hún hefur ekki áhuga á fótbolta og fer ekki á leikina - hún hefur áhuga á Alex Ferguson, hún er móðir þriggja stráka og ömmubörnin eru líf hennar og yndi," sagði Ferguson m.a. í viðtalinu og bað menn að gleyma ekki aðstoðarmanni sínum, Carlos Queiroz, þegar rætt yrði um arftaka sinn í starfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert