Hodgson himinlifandi að fá Johnson

Andy Johnson er farinn til Fulham.
Andy Johnson er farinn til Fulham. Reuters

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, er himinlifandi yfir því að félagið hafi náð að klófesta enska landsliðsframherjann Andy Johnson, en Fulham keypti hann í gær frá Everton á 10,5 miljónir punda.

„Ég hef ekkert farið í grafgötur með áhuga minn á að fá Johnson til liðs við Fulham og ég er því að vonum mjög ánægður með að það tókst,“ sagði stjórinn í gær þegar ljóst var að samningar höfðu tekist.

 Johnson gerði 22 mörk í 74 leikjum með Everton og telur Hodgson að hann eigi eftir að skora mikið fyrir Fulham. „Hann hefur þá hæfileika sem til þarf og á eftir að falla vel inn í leikmannahóp okkar,“ segir stjórinn, en Johnson er ellefti leikmaðurinn sem Fulham kaupir eftir að félagið tryggði sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni í lokaumferðinni í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert