„Ég sé enga framtíð hjá Bolton“

Heiðar Helguson leikmaður Bolton og íslenska landsliðsins.
Heiðar Helguson leikmaður Bolton og íslenska landsliðsins. Reuters

Heiðar Helguson, knattspyrnumaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton, neitaði að fara í lán til enska fyrstudeildarliðsins Norwich en forráðamenn Norwich óskuðu eftir því að fá Heiðar að láni út leiktíðina.

„Það hentaði ekki á þessum tímapunkti fyrir mig að fara til Norwich. Þetta var alltof skammur fyrirvari og satt best að segja hef ég ekki áhuga á að fara í lán,“ sagði Heiðar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann er nýkominn aftur á ferðina eftir meiðsli og er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM en Heiðar ákvað að gefa kost á sér á nýjan leik.

Ekki framtíð hjá Bolton

Heiðar segist ekki sjá framtíð hjá Bolton sem hann gekk til liðs við í fyrrasumar frá Fulham.

„Ef það fer allt eins og knattspyrnustjórinn Gary Megson vill þá spila ég ekki eina mínútu meira með liðinu en það má samt ekki gleyma því að hlutirnir geta verið fljótir að breytast í fótboltanum,“ sagði Heiðar.

Sjá ítarlegra viðtal við Heiðar sem er kominn til baka í landsliðið eftir tveggja ára hlé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert