Hvað gera meistararnir í Álaborg?

Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney á æfingu Manchester United.
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney á æfingu Manchester United. Reuters

Manchester United, sem varð að láta sér lynda markalaust jafntefli á heimavelli gegn Villareal, sækir danska liðið AaB heim til Álaborgar en AaB gerði jafntefli við Celtic í fyrsta leik sínum.

,,Eftir að hafa tapað tveimur stigum í fyrsta leiknum er þýðingarmikið að við náum góðum úrslitum nú. Við búum okkur undir erfiðan leik. Það er uppselt á leikinn og dönsk lið hafa sýnt að þau eru erfið við að eiga,“ segir Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United en United verður án Owen Hargreaves og Gary Neville sem fóru ekki með liðinu til Álaborgar.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur boðað breytingar á byrjunarliði sínu eftir óvæntan skell liðsins gegn Hull á heimavelli á laugardaginn. Arsenal tekur á móti Porto í kvöld en portúgalska liðið hampaði Evrópubikarnum undir stjórn Jose Mourinho fyrir fjórum árum.

,,Það verða breytingar á liðinu en hversu margar þær verða er óljóst,“ segir Wenger sem viðurkennir að tapið gegn Hull hafi fengið mjög á sig. Arsenal gerði 1:1 jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Dynamo Kiev í Kænugarði þar sem William Gallas jafnaði metin fyrir Lundúnaliðið.

Nífaldir Evrópumeistarar Real Madrid sækja UEFA-meistarana í Zenit St.Petersburg heim og verður Madrídarliðið án Wesley Sneijder og Guti.

,,Það er engin pressa á okkur,“ segir varnarmaðurinn Pepe en Real Madrid sigraði BATE Borisov, 2:0, í fyrsta leik sínum á meðan Zenit tapaði 1:0 gegn Juventus í Tórínó.

Forvitnilegur slagur verður á Allianz-vellinum í München þegar Þýskalandsmeistarar Bayern München fá Frakklandmeistara Lyon í heimsókn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert