Tímamót hjá Redknapp

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth.
Harry Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Portsmouth fagnar um helgina 25 ára starfsafmæli sínu en þessi 61 árs gamli lítríki knattspyrnustjóri hóf störf hjá Bournemouth þann 19. október 1983.

Redknapp var við stjórnvölinn hjá Bournemouth í níu ár en fór þaðan til West Ham, síðan Southampton og loks Portsmouth.

,,Ég man eftir fyrsta leiknum sem stjóri eins og hann hafi vrið í gær. Við töpuðum 9:0 fyrir Lincoln og ekki lagaðist ástandið þegar við töpuðum 5:1 gegn Leyton Orient," sagði Redknapp við BBC útvarpið en í tíð hans sem stjóri Bournemouth vann liðið frækinn sigur á Manchester United í bikarkeppninni árið 1984.

Redknapp hefur staðið sig afar vel hjá öllum þeim félögum sem hann hefur starfað hjá. Hann stýrði Portsmouth til sigurs í bikarkeppninni á síðustu leiktíð og í fyrsta sinn í sögu félagsins leikur það í Evrópukeppni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert