Ferguson íhugar að kalla á Campbell til baka

Frazier Campbell í búningi Manchester United.
Frazier Campbell í búningi Manchester United. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United íhugar að kalla á framherjann Frazier Campbell til baka í janúar en Campbell var lánaður til Tottenham fyrir tímabilið og hefur átt góðu gengi að fagna með Lundúnaliðinu.

Samningar tókust um lánssamning félaganna í kjölfarið á félagaskiptum Búlgarans Dimitar Berbatovs frá Tottenham til United. Campbell fékk fá tækifæri undir stjórn Juande Ramos en eftir að Harry Redknapp tók við stjórastöðunni hjá Tottenham hefur Campbell komið við sögu í nokkrum leikjum og hefur náð að skora 3 mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.

,,Við munum hugsanlega kalla á hann til baka í janúar. Við höfum þann möguleika. Strákurinn hefur staðið sig frábærlega hjá Tottenham. Hann er góður leikmaður en hann þurfti að fá reynslu að spila í aðalliði svo við samþykktum að lána hann til Tottenham,“ segir Alex Ferguson en á síðustu leiktíð var Campbell í láni hjá Hull.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert