Ballack: Verður barátta Chelsea og Manchester United

Cristiano Ronaldo og Michael Ballack í baráttu í leik Chelsea …
Cristiano Ronaldo og Michael Ballack í baráttu í leik Chelsea og United. Reuters

Michael Ballack, þýski miðjumaðurinn í liði Chelsea, heldur því fram að baráttan um enska meistaratitilinn í ár verði barátta á milli Chelsea og Manchester United eins og undanfarin ár. Ballack hefur ekki trú á að Liverpool blandi sér í slaginn en Liverpool, sem hefur ekki unnið titilinn í 18 á, er í toppsætinu ásamt Chelsea.

,,Það eru alltaf þessi fjögur stóru lið sem allir tala um en ég held að þetta verði barátta á milli Chelsea og Manchester United. Liverpool er gott um þessar mundir en fyrir mér er liðið betur í stakk búið fyrir Meistaradeildina því það nær að einbeita sér að einum eða tveimur leikjum. Arsenal er þegar orðið á eftir sem gerir hlutina erfitt fyrir það,“ segir Ballack í viðtali við breska blaðið The Sun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert