Man. Utd áfram eftir sigur á Tottenham

Berbatov skoraði sigurmarkið gegn Tottenham í dag. Hér fagnar hann …
Berbatov skoraði sigurmarkið gegn Tottenham í dag. Hér fagnar hann ásamt Nemanja Vidic. Reuters

Manchester United vann sigur á Tottenham, 2:1, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Er liðið því komið áfram í 16-liða úrslit.

Það var Roman Pavlyuchenko sem kom Tottenham yfir á 5. mínútu en Paul Scholes jafnaði metin á 36. mínútu.

Það var síðan fyrrum Tottenham leikmaðurinn, Dimitar Berbatov, sem skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum, aðeins mínútu síðar, eftir laglega sendingu frá öðrum fyrrverandi Tottenham leikmanni, Michael Carrick.

Byrjunarlið Manchester United:

Ben Foster, John O´Shea, Gary Neville, Nemanja Vidic, Fabio Da silva, Danny Welbeck, Michael Carrick, Paul Scholes, Cristiano Ronaldo, Dimitar Berbatov, Carlos Tevés.

Byrjunarlið Tottenham:

Ben Alwick, Chris Gunter, Vedran Corluka, Michael Dawson, B.A. Ekotto, David Bentley, Tom Huddlestone, Didier Zokora, Gareth Bale, Luka Modric, Roman Pavluchenko.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert