Fulham sagt fylgjast með Aroni

Aron Einar Gunnarsson hefur vakið athygli í Englandi.
Aron Einar Gunnarsson hefur vakið athygli í Englandi. mbl.is/Golli

Breska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að úrvalsdeildarfélagið Fulham hugleiði að gera Coventry City tilboð í íslenska landsliðsmanninn Aron Einar Gunnarsson í vor og að Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Lundúnafélagsins sé tilbúinn til að greiða fyrir hann hálfa aðra milljón punda.

Þá er sagt að Celtic hafi einnig áhuga á þessum 19 ára gamla Íslendingi sem hafi vakið sérstaka eftirtekt fyrir gríðarlöng innköst sín.

„Ég hef ekki fengið tilboð en skrifa undir ef það er gott," hefur The Sun eftir Aroni en þar kemur ekki skýrt fram hvort það svar hans eigi við um nýtt samningstilboð frá Coventry, eða frá öðru félagi. Aron hefur áður lýst yfir fullum hug á að semja áfram við Coventry og Chris Coleman knattspyrnustjóri félagsins sagði fyrir skömmu að það væri nánast frágengið að Aron yrði áfram þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert