Wenger ætlar að fá einn til tvo reynda leikmenn

Arsene Wenger sýnir hér góða takta.
Arsene Wenger sýnir hér góða takta. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal ætlar að fá í sínar raðir einn tvo reynda leikmenn í sumar en vonir Lundúnaliðsins um að hampa titli í fyrsta sinn í fjögur ár urðu að engu á þriðjudagskvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Wenger segir að fyrsta verkið hans sé að halda þeim spennandi hópi sem hann hefur yfir að ráða og ef hann seilist inn á leikmannamarkaðinn þá muni hann ekki gera miklar breytingar.

,,Ég er ekki á höttunum eftir neinum leikmanni sem stendur. Við munum reyna að fá til okkar einn til tvo leikmenn til að styrkja hópinn en sá eða þeir verða ekki framherjar. Við eigum nóg af þeim. Og við við kaupum leikmenn þá verða það vitaskuld ekki óreyndir leikmenn. Við eigum nóg af slíkum leikmönnum,“ segir Wenger á vef Arsenal.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert