Blackburn hefur ekki efni á Nistelrooy

Ruud van Nistelrooy fer ekki til Blackburn.
Ruud van Nistelrooy fer ekki til Blackburn. Reuters

Blackburn hefur ekki efni á að fá hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy í sínar raðir frá Real Madrid. Nistelrooy þiggur sem svarar 24,5 milljónum krónum í vikulaun hjá Real Madrid og segir Sam Allardyce knattspyrnustjóri Blackburn að ekki verði hægt að mæta launakröfum hans og fyrir utan þá sé leikmaðurinn ekki heill heilsu.

,,Fjárhagslega yrði afar erfitt fyrir okkur að fá hann. Ég er ekki tilbúinn að greiða honum jafnhá laun og hann hefur hjá Real Madrid og þá er vitað að hann verður ekki klár í slaginn fyrr en í fyrsta lagi í september. Við þurfum hins vegar að fá framherja til okkar strax,“ segir Allardyce.

Blackburn hefur misst tvo sóknarmenn úr sínum röðum, Roque Santa Cruz og Matt Derbyshire. Þessi skörð er Allardyce að reyna að fylla. Hann hefur fengið gamla refinn Christian Vieri til reynslu en framherjinn stóri og stæðilegi er laus og fer með Blackburn-liðinu í æfingaferð til Austurríkis.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert