Chelsea að undirbúa risatilboð í Pato?

Pato í leik með Milan.
Pato í leik með Milan. Reuters

Samkvæmt breskum vefmiðlum er Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, að undirbúa risatilboð í framherja AC Milan, Alexander Pato. Hefur upphæðin 45 milljónir punda verið nefnd, sem myndi gera Pato að dýrasta leikmanni keyptan til Bretlandseyja frá upphafi.

Pato var einnig orðaður við Chelsea fyrr í sumar, en forráðamenn Milan sögðu hann ekki til sölu.

Ancelotti keypti Pato til AC Milan 2007 frá Internacional í Brasilíu, er hann var við stjórnvölinn hjá Milan, en nú er hann talinn vilja fá hann til Chelsea og sé tilbúinn að kosta öllu til. Er hann sagður svo mikill aðdáandi piltsins Pato, að hann sé tilbúinn að lána hann til AC Milan út þessa leiktíð, þar sem ítalska liðið má ekki við að selja fleiri stjörnur frá sér, eftir brottför Kaká til Real Madrid, sem reitti stuðningsmenn liðsins til mikillar reiði.

Er þetta talinn ansi vænlegur samningur fyrir Milan-liðið, þeir fengu helling af pening fyrirfram, auk þjónustu leikmannsins í heilt tímabil, sem gæfi þeim nægt ráðrúm til að finna eftirmann hans.

Hinsvegar er ekki víst að hæfileikamaður á borð við Pato sé á hverju strái, en hann er aðeins 19 ára og gerði 18 mörk í Serie A á síðasta tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert