Stutt í endurkomu hjá Ívari

Ívar Ingimarsson fyrirliði Reading.
Ívar Ingimarsson fyrirliði Reading. mbl.is

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading býst við því að fyrirliðinn Ívar Ingimarsson geti byrjað að spila með liðinu í næsta mánuði.

Ívar hefur ekkert leikið með Reading-liðinu frá því hann gekkst undir aðgerð á hné í janúar en hann er góðum batavegi og er stutt í endurkomu miðvarðarins sterka sem hefur verið sárt saknað í liði Reading.

,,Ívar æfir vel og við áætlum að hann verði klár í slaginn í næsta mánuði. Hann virkar sterkur og eftir landsleikjahléið þá vonast ég til að hann verði næstum tilbúinn,“segir Brendan Rodgers á vef Reading en hann skipaði Ívar nýjan fyrirliða félagsins fyrir tímabilið.

Reading hefur ekki farið vel af stað en eftir þrjá leiki hefur það aðeins 2 stig og hefur enn ekki skorað mark á deildinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert