Liverpool skrefi nær fjórða sæti

Dirk Kuyt fagnar marki sínu gegn Bolton í dag.
Dirk Kuyt fagnar marki sínu gegn Bolton í dag. Reuters

Liverpool vann í dag öruggan sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að liðið er nú aðeins stigi á eftir Tottenham sem er í 4. sæti en Tottenham gerði 1:1 jafntefli við Birmingham á útivelli þar sem jöfnunarmark heimamanna kom í uppbótartíma. Fjórir aðrir leikir fóru fram á sama tíma og fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Birmingham - Tottenham, 1:1

Jermain Defoe kom Tottenham í 1:0 á 69. mínútu með föstu skoti eftir sendingu frá Peter Crouch. Liam Ridgewell jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn í uppbótartíma.

Fulham - Aston Villa, 0:2

Gabriel Agbonlahor skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu og kom Villa í 1:0 með skalla eftir fyrirgjöf frá Stillyan Petrov. Hann bætti svo við öðru strax á 44. mínútu.

Hull - Wolves, 2:2

Hollendingurinn Jan Vennegoor of Hesselink kom Hull yfir á 11. mínútu með þrumuskoti af 20 metra færi. Anthony Gardner sá svo um að jafna metin í 1:1 þegar hann gerði sjálfsmark á 49. mínútu. Stephen Hunt kom Hull yfir á nýjan leik á 52. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Matthew Jarvis jafnaði fyrir Wolves á 67. mínútu.

Liverpool - Bolton, 2:0

Lee Chung-Yong komst í frábært færi á 24. mínútu eftir að hafa leikið í gegnum vörn Liverpool og framhjá Reina í markinu en Kyrgiakos bjargaði nánast á marklínu. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1:0 á 37. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Aquilani hafði skallað fyrirgjöf Insua fyrir fætur Hollendingsins. Liverpool bætti svo við öðru marki á 70. mínútu þegar skot Insua utan vítateigs fór af Kevin Davies og í markið.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Insua, Aquilani, Mascherano, Kuyt, Gerrard, Riera, Ngog.
Varamenn: Cavalieri, Agger, Maxi, Babel, Lucas, Darby, Pacheco.
Byrjunarlið Bolton: Jaaskelainen, Grétar Rafn, Cahill, Knight, Ricketts, Lee, Muamba, Mark Davies, Cohen, Taylor, Kevin Davies.
Varamenn: Al Habsi, Robinson, Elmander, Gardner, Andrew O'Brien, Wilshere, Weiss.

West Ham - Blackburn, 0:0

Wigan - Everton, 0:1

Tim Cahill kom Everton yfir á 84. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Leighton Baines.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert