Everton skoraði tvö mörk í uppbótartíma - 3:3 jafntefli á Goodison

Nemanja Vidic kemur United í 2:1.
Nemanja Vidic kemur United í 2:1. Reuters

Everton skoraði tvö mörk í uppbótartíma og náði jafntefli, 3:3, gegn Manchestre United á Goodison Park í dag. United var með unninn leik í höndunum en Tim Cahill og Mikael Arteta jöfnuðu metin fyrir heimamenn í uppbótartíma og komu í veg fyrir að Manchester United tyllti sér í toppsætið.

Textalýsing:

90. Leik lokið, 3:3.

90.MARK!! Everton er búið að jafna metin. Mikel Arteta skorar með því að skjóta boltanum í Paul Scholes og inn. Þvílík dramtaík.

89.MARK!! Everton á enn smá von. Ástralinn Tim Cahill minnkar muninn í 3:2 með góðu skallamarki.

78. Góð sókn hjá Everton endaði með skoti frá Leon Osman úr góðu færi en Van der Saar var vel staðsettur og varði vel.

66. MARK!! Dimitar Berbatov er að koma United í 3:1. Hann fékk glæsilega sendingu frá Scholes og Búlgarinn afgreiddi boltann með frábærum hætti í netið.

53. Nani komst í gott færi eftir skyndisókn United en Tim Howard sá við honum og varði vel.

48.MARK!! Nemanja Vidic er búinn að koma United í 2:1. Serbinn sterki skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Nani. Í þau skipti sem Vidic hefur skorað fyrir United hefur liðið ávallt unnið.

45. Hálfleikur á Goodison Park. Staðan er 1:1 í skemmtilegum leik. Everton var betri aðilinn fyrsta hálftímann en gestirnir sóttu mjög í sig veðrið og mega kannski teljast óheppnir að vera ekki yfir.

41.MARK!! Darren Fletcher var ekki lengi að jafna metin fyrir United. Hann skoraði af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf frá Nani.

39. MARK!! Everton er komið í 1:0. Eftir hrikaleg mistök Evra í öftustu varnarlínu varði Van der Saar skot frá Cahill. Osman náði frákastinu og sendi hann á Steven Pienaar sem skoraði af öryggi.

38. Howard kemur aftur sínum mönnum til bjargar. Hann varði frá Giggs í þetta skipti.

33. Tim Howard varði á ævintýralegan hátt þrumufleyg frá Paul Scholes eftir aukaspyrnu.

15. Minnstu munaði að John O'Shea skoraði glæsilegt mark en skot hans utan vítateigsins fór í utanverða stöngina.

10. Everton hefur byrjað af miklum krafti og hafa United menn átt í vök að verjast.

Fyrir leik:

Wayne Rooney er ekki í leikmannahópi Manchester United eftir allt sem á undan er gengið í einkalífi hans.

Manchester United hefur jafnan gengið vel á Goodison Park en á síðustu leiktíð hafði Everton betur, 3:1.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Osman, Heitinga, Arteta, Pienaar, Fellaini, Cahill. Varamenn: Mucha, Bilyaletdinov, Beckford, Neville, Gueye, Yakubu, Coleman.


Man Utd: Van der Sar, Neville, Vidic, Jonathan Evans, Evra, Scholes, O'Shea, Fletcher, Nani, Berbatov, Giggs. Varamenn: Kuszczak, Owen, Smalling, Park, Rafael Da Silva, Macheda, Gibson. 
Steven Pienaar kom Everton yfir.
Steven Pienaar kom Everton yfir. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert