Hicks: Allt Benítez að kenna

Rafael Benítez fékk nóg af peningum en fór illa með …
Rafael Benítez fékk nóg af peningum en fór illa með þá, að mati Tom Hicks. Reuters

Tom Hicks, annar fráfarandi eigenda Liverpool, hefur tjáð sig opinberlega um málefni félagsins í fyrsta skipti í langan tíma og segir að knattspyrnustjórinn fyrrverandi, Rafael Benítez, beri mesta ábyrgð á því að ekki tókst betur til í stjórnartíð hans og Georges Gilletts.

„Við eyddum 300 milljónum punda í leikmenn, 150 milljónum nettó, og ég held að það sé annað eða þriðja mest í úrvalsdeildinni. Um það er aldrei getið í fjölmiðlunum. Ég las mjög áhugaverða grein þar sem Alex Ferguson sagði að Rafa hefði haft úr meiri fjármunum að muna en flestir aðrir, en hann hefði bara keypt lélega leikmenn. Rafa er maðurinn sem tapaði. Við komumst ekki á toppinn, en það er ekki eigendunum að kenna. Rafa verður að taka ábyrgð á úrslitunum," sagði Hicks við Sky Sports í kvöld.

„Þegar við enduðum í öðru sæti fyrir tveimur árum var ekki svona mikil reiði hjá fólkinu. Liverpool á ótrúlega öfluga stuðningsmenn og þeir vilja ekkert nema sigur. En ég skil ekki reiði fólksins í okkar garð og hef þó verið tengdur íþróttum í 15 ár," sagði Hicks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert