Tottenham skellti meisturunum - Góður útisigur hjá United

Roman Pavlyuchenko fagnar marki ásamt félögum sínum í kvöldþ
Roman Pavlyuchenko fagnar marki ásamt félögum sínum í kvöldþ Reuters

Tottenham og Manchester United fögnuðu bæði góðum sigrum í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Evrópumeisturum Inter, 3:1, á White Hart Lane og United gerði góða ferð til Tyrklands og lagði Bursaspor, 3:0.

Gareth Bale fór aftur á kostum gegn Inter og hann átti þátt í tveimur mörkum Tottenham gegn Evrópumeisturunum. Rafael Van der Vaart, Peter Crouch og Roman Pavlyuchenko gerðu mörk Tottenham sem lék gríðarlega vel í kvöld en Samuel Eto'o gerði eina mark Inter.

Manchester United gerði út um leikinn gegn Bursaspor í Tyklandi í seinni hálfleik. Darren Fletcher skoraði fyrsta markið á 47. mínútu og þeir Bebé, sem kom inná sem varamaður og Gabriel Obertan bættu tveimur mörkum við. United stendur vel að vígi og komið eð 10 stig og hefur enn ekki fengið mark á sig í keppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert