Tyllir Arsenal sér á toppinn?

lex Song og Gael Clichy fagna marki með Arsenal.
lex Song og Gael Clichy fagna marki með Arsenal. Reuters

Arsenal getur tyllt sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar, í minnsta kosti um stundarsakir, ef liðinu tekst að leggja granna sína úr Tottenham á Emirates Stadium í dag en flautað verður til leiks í N-Lundúnaslagnum klukkan 12.45. Arsenal er tveimur stigum á eftir Chelsea sem sækir Birmingham heim klukkan 15.

Eins og jafnan er mikill spenningur í London fyrir viðureign Arsenal og Tottenham. Laurent Koscielny varnarmaður Arsenal hefur lokið við að afplána leikbann og þá hefur miðjumaðurinn ungi, Jack Wilshere, jafnað sig af meiðslum. 

Jermain Defoe gæti komið við sögu hjá Tottenham í fyrsta sinn síðan í september og Aaron Lennon verður hugsanlega með en hann hefur átt í meiðslum.

Arsenal hefur haft gott tak á Tottenham. Tottenham vann að vísu síðasta deildarleik liðanna á White Hart Lane í apríl og var það fyrsta tap Arsenal í grannslagnum í 21 leik. Tottenham hefur aðeins einu sinni fagnað sigri í úrvalsdeildinni á heimavelli Arsenal en það var fyrir sjö árum.

Leikir dagsins eru:

12.45 Arsenal - Tottenham

15.00 Birmingham - Chelsea

15.00 Man Utd - Wigan

15.00 Blackpool - Wolves

15.00 Bolton - Newcastle

15.00 WBA - Stoke

17.30 Liverpool - West Ham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert