Drogba byrjar en Torres og Luiz ekki með

Fernando Torres skiptir við Drogba í leiknum gegn Fulham í …
Fernando Torres skiptir við Drogba í leiknum gegn Fulham í vikunni. Reuters

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur staðfest að Didier Drogba verði í byrjunarliðinu þegar liðið tekur á móti Everton í endurteknum leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu á morgun.

Drogba var settur á bekkinn þegar Chelsea átti í höggi við Fulham á mánudaginn en Fernando Torres lék einn í fremstu víglínu. Torres er ekki gjaldgengur í leiknum á morgun þar sem hann spilaði með Liverpool í bikarnum og Brasilíumaðurinn David Luiz er heldur ekki löglegur þar sem félagaskipti hans voru ekki orðin að veruleika þegar liðin áttust við á Goodison Park.

,,Drogba mun byrja en ég á eftir að velja framherja sem ég mun nota með Drogba,“ segir Ancelotti á vef félagsins,

Rússinn Júrí Zhirkov verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta skipti frá því í nóvember en hann hefur jafnað sig af meiðslum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert