Stoke lagði Arsenal að velli

Thomas Vermaelen er í leikmanna hópi Arsenal í dag.
Thomas Vermaelen er í leikmanna hópi Arsenal í dag. EDDIE KEOGH

Stoke City sigraði Arsenal, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Britannia leikvanginum í Stoke í dag og þar með eru afar veikar vonir Arsenal um meistaratitilinn endanlega að engu orðnar.

Arsenal er áfram í þriðja sætinu með 67 stig og á tvo leiki eftir. Stoke lyfti sér uppí 8. sætið með 46 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

82. MARK - 3:1. Jon Walters svarar strax fyrir Stoke í næstu sókn, varnarmönnum Arsenal mistekst að koma boltanum útúr vítateignum. Walters fær hann nánast einn gegn markverði og skorar með föstu skoti.

81. MARK - 2:1. Robin van Persie minnkar muninn fyrir Arsenal með föstu hægrifótarskoti frá vítateig.

41. Engu munar að Stoke nái þriggja marka forskoti þegar Jon Walters leikur Bacary Sagna og á skot í þverslána á marki Arsenal!

40. MARK- 2:0. Jermaine Pennant bætir við marki gegn sínu gamla félagi. Hann  vinnur boltann af andstæðingi, leikur í átt að marki Arsenal og skorar með skoti í varnarmann og yfir Szczesny í markinu.

28. MARK - 1:0. Kenwyne Jones kemur Stoke yfir með brjóstkassanum úr markteignum eftir aukaspyrnu Jermaine Pennants frá hægri.

25. Fyrri hálfleikur er rúmlega hálfnaður og tiltölulega tíðindalaust við mörkin enn sem komið er. Arsenal þó verið sterkari aðilinn.

1. Leikurinn er hafinn á Britannia.

Arsenal er í 3. sæti deildarinnar með 67 stig og á enn örlitla von um meistaratitilinn með sigri, ef Manchester United tapar fyrir Chelsea í dag. Stoke er í 12. sæti með 43 stig og er endanlega sloppið úr fallhættu.

Hjá Arsenal er belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen í hópnum í fyrsta skipti síðan hann meiddist í september.

Stoke: Begovic, Wilkinson, Shawcross, Huth, Wilson, Pennant, Whelan, Whitehead, Delap, Walters, Jones.
Varamenn: Sörensen, Collins, Pugh, Diao, Carew, Faye, Shotton.

Arsenal: Szczesny, Sagna, Koscielny, Djourou, Gibbs, Walcott, Ramsey, Song, Wilshere, Arshavin, Van Persie.
Varamenn: Lehmann, Vermaelen, Rosický, Squillaci, Eboué, Chamakh, Bendtner.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert