Taylor krefst afsagnar Blatters

Sepp Blatter telur nóg að takast í hendur til að …
Sepp Blatter telur nóg að takast í hendur til að leysa vandamálin. Reuters

Gordon Taylor, formaður samtaka enskra atvinnuknattspyrnumanna, krefst þess að Sepp Blatter segi af sér sem forseti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, eftir ummæli hans um kynþáttaníð.

Blatter sagði að slíkt væri ekkert sérstakt vandamál í fótboltanum og lagði til að menn leystu slíka deilur með því að takast í hendur í leikslok. Þau ummæli hans hafa heldur betur hleypt illu blóði í marga og kröfur um að Svisslendingurinn segi af sér koma nú víðsvegar að.

„Þetta er kornið sem fyllir mælinn. Þegar maður skoðar spillinguna hjá FIFA, orð hans um að samkynhneigðir ættu ekki að  fara til Katar, hvernig hann talar um konur í fótbolta, hvernig hann höndlar mál í kringum heimsmeistarakeppnina og vill ekki sjá nýjustsu tækni, þá er að mínu mati kominn tími til að Michel Platini leysi hann af hólmi," sagði Gordon Taylor við Sky Sports í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert