Vilja að leikmennirnir fari ekki í bann

Ramires er einn þeirra sem tekur út bann í úrslitaleik …
Ramires er einn þeirra sem tekur út bann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Reuters

FIFPRo, heimssamtök knattspyrnumanna, hafa biðlað til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, um að leikmennirnir sex hjá Chelsea og Bayern München sem eiga taka út leikbann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vegna þriggja gulra spjalda verði fríaðir og fái að taka þátt í leiknum.

FIFPRo segir að það sé ósanngjarnt og rangt að leikmenn skuli missa af leik ársins þann 19. maí í München eftir að hafa fengið gult spjald í undanúrslitunum.

Leikmennirnir sem um ræðir eru David Alaba, Hoger Badstuber og Luiz Gustavo hjá Bayern og Branislav Ivanovic, Raul Meireles og Ramiers hjá Chelsea. Fjórði Chelsea leikmaðurinn sem verður í banni í úrslitaleiknum er John Terry en hann verðskuldar það eftir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leiknum á móti Barcelona.

FIFPRo segir að sum þessara spjalda sem leikmennirnir fengu hafi verið óheppileg og smásmuguleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert