Sherwood: Vantaði meiri slagkraft

Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum með Tottenham gegn WBA í …
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum með Tottenham gegn WBA í dag. AFP

„Ég er bara glaður þegar við vinnum,“ sagði Tim Sherwood, nýskipaður knattspyrnustjóri Tottenham, eftir 1:1 jafntefli sinna manna gegn WBA á White Hart Lane í dag.

„Það var ólíkt meiri gleði eftir fyrsta leikinn minn á móti Southampton heldur en í dag. Við stjórnum ferðinni og vorum með boltann miklu meira í leiknum en það vanataði einhvern slagkraft í liðið. WBA varðist vel og ég verð að hrósa liðinu fyrir það. Ég er nýr maður í starfi og við erum að biðja leikmennina að spila með öðrum hætti og vonandi eiga þeir eftir að vera betri og betri í því,“ sagði Sherwood.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann í liði Tottenham, þriðja leikinn í röð frá því Sherwood tók við stjórninni en Gylfi hafði frekar hægt um sig í leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert