Mjög ánægður með liðið

Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson. mbl.is/Golli

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, er ánægður með gengi sinna manna á leiktíðinni en Ljónin hans Guðmundar eru í þriðja sæti í þýsku deildinni, liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og er í dauðafæri á að komast í „Final Four“ í bikarkeppninni. Það verða tímamót á ferli Guðmundar í vor en þá segir hann skilið við Löwen sem hann hefur þjálfað frá árinu 2010 og tekur við starfi sem þjálfari karlalandsliðs Dana.

„Ég er bara mjög ánægður með stöðu liðsins. Það er búið að vera geysilega mikið álag en þetta hefur gengið fínt og ég get ekki kvartað yfir neinu,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið en hann er staddur heima á Íslandi í stuttu fríi þar sem deildakeppnin í Þýskalandi er komin í frí fram yfir Evrópumótið sem fram fer í Danmörku í næsta mánuði.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert