Boro vann fyrri leikinn

Leikmenn Middlesbrough fagna ásamt stuðningsmönnum.
Leikmenn Middlesbrough fagna ásamt stuðningsmönnum. AFP

Middlesbrough vann fyrri leik liðsins gegn Brentford í kvöld, 2:1, á útivelli í London í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta haust.

Middlesbrough lék síðast í úrvaldeildinni leiktímabilið 2008-2009 eftir að hafa komist í deild þeirra bestu vorið 1998.

Belginn Jelle Vossen kom Boro yfir á 26. mínútu en Andre Gray jafnaði metin fyrir Brentford á 54. mínútu með sínu nítjánda marki á tímabilinu.

Það var hins vegar varamaðurinn og varnarmaðurinn Fernando Amorebieta sem tryggði Boro sigurinn í uppbótartíma, og liðið stendur nú vel að vígi með seinni leikinn á sínum heimavelli.

Grannliðin og erkifjendurnir í Norwich og Ipswich leika fyrri leik sinn í undanúrslitum umspilsins í hádeginu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert