7,8 milljarða starfslokasamningur

Jose Mourinho er eflaust mjög glaður með starfslokasamninginn.
Jose Mourinho er eflaust mjög glaður með starfslokasamninginn. AFP

Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, fær 7,8 milljarða íslenskra króna í starfslokasamning hjá félaginu en enskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Portúgalski þjálfarinn var látinn taka poka sinn í dag eftir slakan árangur með liðinu á tímabilinu en liðið tapaði níu af sextán deildarleikjum undir hans stjórn.

Chelsea varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð og því ljóst að pressan var mikil fyrir þessa leiktíð en leikmenn liðsins stóðust engan vegin þær væntingar sem gerðar voru til þeirra.

Tap liðsins gegn Leicester City á mánudag fyllti mælinn hjá Roman Abramovich, eiganda liðsins, og fékk Mourinho því að fjúka en talið er að Chelsea borgi honum 40 milljónir punda eða 7,8 milljarða íslenskra króna í starfslokasamning.

Mourinho gerði fjögurra ára samning við Chelsea í ágúst á þessu ári en félagið þarf að borga upp allan samninginn. Sumir miðlar halda því fram að hann fái einungis greitt út þessa leiktíð en flestir eru þó á því máli að hann fá 7,8 milljarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert