Sprengt á Old Trafford

Áhorfendur og starfsfólk fyrir utan tæmdan Old Trafford í dag.
Áhorfendur og starfsfólk fyrir utan tæmdan Old Trafford í dag. AFP

Lögregluyfirvöld í Greater Manchester tilkynntu rétt í þessu að sprenging undir eftirliti hafi verið framkvæmd á Old Trafford.

Það hafi verið sprengjusérfræðingar sem þar voru að verki. Þetta gaf lögreglan út með stuttri færslu á Twitter.

Eins og áður hefur komið fram var leik Manchester United og Bournemouth í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu aflýst eftir að grunsamlegur hlutur fannst í áhorfendastúku. Hlutar vallarins voru rýmdir strax og aðrir smám saman eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert