Mourinho ráðinn fyrir lok vikunnar

Jose Mourinho er hundeltur af blaðamönnum og ljósmyndurum í London.
Jose Mourinho er hundeltur af blaðamönnum og ljósmyndurum í London. AFP

Breskir fjölmiðlar halda því fram að samningaviðræður Jorge Mendes, umboðsmanns Jose Mourinho, og Ed Woodward, varaformanns Manchester United, sem hófust í London í dag, muni taka tvo sólarhringa og Mourinho verði orðinn knattspyrnustjóri Manchester United fyrir lok vikunnar. 

Samningaviðræður hófust í gegnum síma og tölvupóst á mánudagskvöldið í kjölfar þess að samið hafði verið um starfslok Louis van Gaal, fráfarandi knattspyrnustjóra Manchester United.

Mikill áhugi Mourinho á því að gerast knattspyrnustjóri Manchester United mun liðka fyrir samningaviðræðunum og ekki er búist við því að viðræðurnar muni taka langan tíma. Vilji Mourinho stendur til þess að koma málum sínum á hreint áður en hann heldur til Portúgal á mánudaginn kemur þar sem hann mun halda fyrirlestur á þjálfaranámskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert