Vilja ekki missa Gylfa

Eigendur Swansea vilja ekki selja Gylfa.
Eigendur Swansea vilja ekki selja Gylfa. AFP

Talið er afskaplega ólíklegt að nýir eigendur Swansea séu reiðubúnir að selja íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Everton hefur áhuga á því að klófesta miðjumanninn knáa.

Bandaríkjamennirnir Steve Kaplan og Jason Levien keyptu sig inn í félagið og eiga nú rúmlega 60% hlut í félaginu, sem hafnaði í 12. sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir hafa hug á því að styrkja félagið og því er ekki á dagskránni að selja lykilmenn.

Samkvæmt frétt Wales online verður það eitt af fyrstu verkum Kaplans og Leviens hjá Swansea að bjóða Gylfa Þór nýjan samning við félagið en í gær bárust fréttir af því að Everton ætlaði að gera tilboð í Gylfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert