Bökuátið eins og að hagræða úrslitum

Shaw að úða í sig bökunni á hliðarlínunni.
Shaw að úða í sig bökunni á hliðarlínunni. Ljósmynd/Twitter

Um fátt hefur verið meira rætt varðandi enska boltann undanfarna daga en bökuát hins 45 ára gamla Wayne Shaw, fyrrum varamarkvarðar Sutton United, á varamannabekknum gegn Arsenal í enska FA-bikarnum á þriðjudag.

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn og Shaw verið rekinn frá félaginu, en talið er að hann hafi vitað af því að veðjað yrði á að hann myndi fá sér böku á bekknum.

Nú hafa lögfræðingar stigið fram og í samtali við BBC segir einn að nafni Steve Heath, að hafi Shaw haft vitneskju um að veðmál væri í gangi væri það alveg jafnslæmt og hagræðing úrslita. Það þyrfti að taka á þessu máli á sama hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert