Costa vill aftur til Spánar

Diego Costa.
Diego Costa. AFP

Diego Costa, framherji Chelsea, hefur látið forráðamenn Atlético Madrid á Spáni vita af því að hann vilji snúa aftur til félagsins í sumar. Sky greinir frá.

Costa hefur þegar opinberað samskipti sín við knattspyrnustjóra Chelsea, Antonio Conte, og segir að hann sé ekki velkominn lengur hjá Lundúnaliðinu. Hann skoraði engu að síður 20 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð þegar Chelsea varð meistari.

Costa kom til Chelsea frá Atlético fyrir 32 milljónir punda fyrir þremur árum, en fari svo að hann snúi aftur til Spánar mun hann ekki geta spilað fyrir liðið þangað til í janúar. Atlético er í félagaskiptabanni í sumarglugganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert