Leitinni hætt í dag

Mynd af Sala fyrir utan leikvang Nantes.
Mynd af Sala fyrir utan leikvang Nantes. AFP

Lögreglan á Guernsey hefur staðfest að leitinni að flugvélinni sem Emiliano Sala, nýjasti leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Cardiff City, var í hafi verið hætt í dag.

Leitin hefur engan árangur borið og ákvörðun um hvort henni verði haldið áfram verður tekin á morgun.

Engin von er talin um að Sala eða flugmaður vélarinnar séu á lífi en flugvélin, sem var eins hreyfils, var á leið frá Nantes til Cardiff á mánudagskvöldið þegar hún hvarf af ratsjá.

„Eftir mikla leit þar sem notaðar hafa verið margar flugvélar og björgunarbátur á síðustu níu klukkustundum höfum við ekki fundið nein merki um flugvélina,“ sagði talsmaður lögreglunnar á Guernsey.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert