Flugið hlykkjótt undir það síðasta

Flak vélarinnar er í þremur hlutum á hafsbotni og hangir …
Flak vélarinnar er í þremur hlutum á hafsbotni og hangir saman á köplum og vírum. Mynd/AAIB

Rannsóknarnefnd flugslysa (AAIB) í Bretlandi greinir í dag frá því að flugvélinni sem flutti knattspyrnumanninn Emiliano Sala og flugmanninn David Ibbotson hefði verið flogið aðeins af leið og flug hennar hefði verið hlykkjótt áður en hún brotlenti 21. janúar síðastliðinn.

Greint er frá þessu á vef Sky, en AAIB birti einnig í dag nýjar myndir af flaki flugvélarinnar og gaf nánari upplýsingar um ástand þess, en flakið mun hafa verið í þremur hlutum sem enn haldast saman á rafmagnsvírum og öðrum köplum vélarinnar.

Fram kemur á vef Sky að flakið hafi fundist um 30 metra frá þeim punkti sem flugvélarinnar varð síðast vart á ratsjám kl. 20:16 að kvöldi dags.

Hér sést hvernig flugvélin beygir af áætlaðri flugleið undir það …
Hér sést hvernig flugvélin beygir af áætlaðri flugleið undir það síðasta. Kort/AAIB

Fjórum mínútum áður hafði flugmaðurinn Ibbotson verið í sambandi við flugumferðarstjóra á eyjunni Jersey og beðið um leyfi til þess að lækka flugið, vegna slæms skyggnis.

Lík Emiliano Sala hefur þegar fundist, en lík flugmannsins Ibbotson er enn ófundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert