Kornið sem fyllti mælinn hjá Klopp?

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP/Oli Scarff

„Ég varpaði fram einni kenningu um brotthvarf Klopps í Morgunblaðinu sem snýr að leikmannastefnu félagsins og ég er kominn ennþá lengra með þessa kenningu í dag,“ sagði þáttastjórnandinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu.

Jürgen Klopp lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool eftir tímabilið eftir að hafa stýrt liðinu frá því í október árið 2015.

Telur að Salah fari í sumar

„Hann hefur talað um það í viðtölum að hann hafi farið að velta því fyrst fyrir sér að hætta þegar hann fór að skoða möguleg leikmannakaup í sumar,“ sagði Bjarni.

„Ég held að Mohamed Salah muni fara í sumar til Sádi-Arabíu og ég held að Liverpool sé búið að taka ákvörðun um að selja hann fyrir metfé.

Ég held að Klopp hafi farið fram á það að félagið myndi sækja leikmann eins og Kylian Mbappé eða einhvern í svipuðum klassa og hann í staðinn fyrir Salah og fengið neitun um það, og að það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá honum,“ sagði Bjarni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert