Ástæðan fyrir því að Klopp er að hætta?

Jürgen Klopp lætur af störfum eftir tímabilið.
Jürgen Klopp lætur af störfum eftir tímabilið. AFP

​Jürgen Klopp lætur af störfum hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool eftir tímabilið eins og flestum ætti að vera kunnugt. Missirinn er svo sannarlega mikill, sérstaklega fyrir stuðningsmenn Liverpool, en líka fyrir stuðningsmenn ensku úrvalsdeildarinnar í heild sinni.

Rafael Benítez, fyrrverandi stjóri Liverpool, greindi frá því á dögunum að það byggi meira að baki ákvörðun Klopps um að hætta með liðið en gefið hefur verið upp í fjölmiðlum.

Maður veltir því fyrir sér hvort Klopp hafi sjálfur verið að gefa vísbendingar um brotthvarf sitt þegar hann sagði við fjölmiðla að hann hefði meðal annars verið að ræða um möguleg kaup næsta tímabils þegar hann áttaði sig á því að hann yrði mögulega ekki á Anfield á næstu leiktíð.

Það er ekkert launungarmál að Liverpool hefur ekki getað eða viljað kaupa alla þá leikmenn sem Klopp hefur viljað fá til félagsins. Ætli Þjóðverjinn sé orðinn þreyttur á því að þurfa að berja hausnum endalaust við steininn þegar kemur að leikmannastefnu félagsins?

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert