Hákon skoraði - hársbreidd frá Meistaradeildinni

Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrir Lille í lokaumferðinni.
Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrir Lille í lokaumferðinni. AFP/Sebastien Salom-Gomis

Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrir Lille í lokaleik frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld en minnstu munaði að liðinu tækist að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Leikurinn gegn Nice á heimavelli endaði 2:2, þar sem Nice jafnaði metin í uppbótartíma, en með sigri hefði Lille komist upp fyrir Brest og í þriðja sætið. 

París SG varð meistari með 76 stig og fer í Meistaradeildina ásamt Mónakó með 67 stig og Brest sem fékk 61 stig.

Lille með 59 stig og Nice með 55 fara í Evrópudeildina.

Hákon jafnaði metin fyrir Lille í 1:1 á 55. mínútu en honum var skipt af velli á 72. mínútu. Hann skoraði þar með tvö mörk í 26 leikjum á fyrsta tímabili sínu með Lille í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert