Mjög umdeild vítaspyrna í Garðabæ (myndskeið)

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir datt inn í teignum.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir datt inn í teignum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Agla María Albertsdóttir kom Breiðabliki yfir gegn Stjörnunni í framlengingu úr vítaspyrnu í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta í Garðabænum í kvöld. 

Staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma en á 99. mínútu leiksins fékk Breiðablik vægast sagt ódýra vítaspyrnu. 

Þá virtist Vigdís Lilja Kristjánsdóttir renna inn í teignum í baráttunni við Caitlin Cosme sem snerti hana varla. Bríet Bragadóttir dómari benti hins vegar á punktinn. 

Staðan er enn 4:3 eftir 112 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert