Væmin ræða Guardiola um Klopp

Jürgen Klopp og Pep Guardiola.
Jürgen Klopp og Pep Guardiola. AFP/Oli Scarff

Pep Guardiola hrósaði fyrrverandi starfsbróður sínum Jürgen Klopp í hástert á blaðamannafundi eftir að Manchester City varð Englandsmeistari í knattspyrnu karla fjórða árið í röð í dag. 

Jürgen Klopp stýrði á sama tíma Liverpool í síðasta sinn en þeir tveir hafa verið fremstu stjórar deildarinnar undanfarin ár. 

Spurður út í Klopp á blaðamannafundi eftir leik sagði Guardiola, hálfgrátandi, meðal annars:

„Ég mun sakna hans mjög svo. Jürgen hefur verið stór hluti af lífi mínu. Hann gerði mig að mun betri stjóra. 

Ég vona að hann hafi fengið frábæran lokadag. Hann á það svo sannarlega skilið. Að vinna titla skiptir máli, en það sem Klopp skilur eftir er svo miklu meira en það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert