Gleymdi að hann var á gulu spjaldi

Amad Diallo fer af velli með rautt spjald og þakkar …
Amad Diallo fer af velli með rautt spjald og þakkar stuðningsmönnum fyrir í leiðinni. AFP/Paul Ellis

Amad Diallo, hetja Manchester United í 4:3-sigri á Liverpool í ensku bikarkeppninni í gær, viðurkennir að hann hafi gleymt að hann væri á gulu spjaldi þegar Diallo reif sig úr treyjunni í fagnaðarlátunum.

Diallo fékk gult spjald fyrir brot í framlengingunni og svo annað gula og þar með rautt fyrir að fara úr treyjunni eftir að skora sigurmarkið í uppbótartíma framlengingarinnar.

„Ég gleymdi fyrra gula spjaldinu. Ég er mjög svekktur með það og að fá rautt spjald.

Það mikilvægasta fyrir mig er samt að vinna og það gegn stóru liði eins og Liverpool. Það er afskaplega stórt augnablik fyrir mig.

Það komu allir til mín og sögðu til hamingju,“ sagði Diallo í samtali við ITV eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert