United í undanúrslit eftir lygilegan leik

Amad Diallo fagnar sigurmarkinu.
Amad Diallo fagnar sigurmarkinu. AFP/Paul Ellis

Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarins í fótbolta eftir ótrúlegan 4:3-heimasigur á Liverpool í framlengdum lokaleik átta liða úrslitanna í kvöld.

Liverpool komst í 3:2 í framlengingunni en United neitaði að gefast upp og Amad Diallo skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. 

United byrjaði af miklum krafti og Scott McTominay skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu. Liverpool skapaði sér lítið stóran hluta fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það tókst Alexis Mac Allister að jafna á 44. mínútu og Mo Salah að koma Liverpool yfir í uppbótartíma framlengingarinnar.

Joe Gomez úr Liverpool sækir að Marcus Rashford hjá United.
Joe Gomez úr Liverpool sækir að Marcus Rashford hjá United. AFP/Paul Ellis

Stefndi í 2:1-sigur Liverpool þegar varamaðurinn Antony jafnaði fyrir United á 87. mínútu og tryggði liðinu framlengingu.

Þar skoraði Harvey Elliott fyrsta markið á 105. mínútu er hann skaut í Christian Eriksen og í netið og var staðan 3:2 þegar fyrri hálfleik framlengingarinnar lauk.

Sem fyrr gafst United ekki upp og Marcus Rahsford jafnaði á 112. mínútu og áðurnefndur Diallo skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni. Fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir fögnuðinn, en það kom ekki að sök og United fór í undanúrslit.

Leikmenn United fagna fyrsta marki leiksins.
Leikmenn United fagna fyrsta marki leiksins. AFP/Paul Ellis
Man. United 4:3 Liverpool opna loka
120. mín. Liverpool fær hornspyrnu Dalot bjargar á síðustu stundu þegar Gakpo var að komast í góða stöðu í teignum. Liverpool fær eitt tækifæri í viðbót til að skora sigurmarkið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert