Arteta trúði vart eigin augum (myndskeið)

Kai Havertz og Ben White skoruðu tvö mörk hvor fyrir Arsenal er liðið valtaði yfir Chelsea, 5:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Leandro Trossard komst einnig á blað, en hann gerði eina mark fyrri hálfleiks, áður en þeir Havertz og White gengu frá Chelsea í seinni hálfleik.

White skoraði síðasta mark leiksins með magnaðri vippu og Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal trúði vart eigin augum, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert