Liverpool stimplar sig úr titilbaráttunni

Jarrad Branthwaite fagnar marki sínu í kvöld
Jarrad Branthwaite fagnar marki sínu í kvöld AFP/ Paul ELLIS

Evert­on og Li­verpool mætt­ust á Good­i­son Park í Li­verpool borg í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Evert­on hafði bet­ur 2:0.

Evert­on byrjaði bet­ur og beittu skynd­isókn­um og löng­um send­ing­um sem Li­verpool átti erfitt með. Strax á 6. mín­út­ur felldi Al­isson Dom­inic Cal­vert-Lew­in í víta­teig Li­verpool. Víta­spyrna var dæmd en Cal­vert-Lew­in reynd­ist vera rang­stæður og víta­spyrn­an þar með dreg­in til baka. Abdoulaye Doucoure, Ben God­frey og Cal­vert-Lew­in áttu all­ir ágæt­is færi í kjöl­farið en Evert­on voru tölu­vert sterk­ari aðil­inn í fyrri hálfleikn­um. 

Und­ir lok hálfleiks­ins náðu Li­verpool vopn­um sín­um.Darw­in Nu­nez klúðraði dauðafæri á 35. mín­útu einn gegn Jor­d­an Pickford en fast skot hans fór beint á enska landsliðsmarkvörðinn.Pickford sá við Luis Diaz tíu mín­út­um síðarúr góðu færi en síðustu mín­út­ur hálfleiks­ins voru eign Li­verpool. Evert­on menn vörðust fim­lega og komust með herkj­um inn í hálfleik­inn með verðskuldaða 1:0 for­ystu.

Li­verpool hóf síðari hálfleik­inn tölu­vert bet­ur en þann fyrri en það var Cal­vert-Lew­in sem bætti við marki fyr­ir Evert­on, þvert gegn gangi leiks­ins eft­ir horn­spyrnu á 58. mín­útu. 2:0 fyr­ir Evert­on.

Luis Diaz átti skot í stöng skömmu eft­ir mark Evert­on en þreytu­leg­ur sókn­ar­leik­ur Li­verpool olli heima­mönn­um litl­um áhyggj­um. Evert­on sigldi heim mik­il­væg­um 2:0 sigri en Li­verpool get­ur nán­ast kvatt titil­bar­átt­una úr þessu.

Everton 2:0 Liverpool opna loka
90. mín. Youssef Chermiti (Everton) kemur inn á 90+5 Calvert-Lewin fær heiðurs skiptingu. Sá hefur spilað vel í dag!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert