Slæmar fréttir fyrir Liverpool

Diogo Jota verður fjarverandi næstu tvær vikur.
Diogo Jota verður fjarverandi næstu tvær vikur. AFP/Benjamin Cremel

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Diogo Jota, sóknarmaður Liverpool, hefur enn einu sinni meiðst en hann verður frá næstu tvær vikurnar. 

Þetta staðfesti Jürgen Klopp, stjóri liðsins, á blaðamannafundi rétt í þessu. 

Jota er nýkominn til baka eftir löng meiðsli en hann hefur aðeins byrjað 14 leiki með Liverpool á tímabilinu.

Missir hann því af leikjum liðsins gegn Everton, West Ham og sennilega Tottenham þarnæstu helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert