Hamilton á ráspól í Indianapolis og Alonso annar

Hamilton á ferð í Indianapolis þar sem hann vann annan …
Hamilton á ferð í Indianapolis þar sem hann vann annan ráspól sinn í ár. reuters

Lewis Hamilton hjá McLaren var í þessu að vinna ráspól bandaríska kappakstursins í Indianapolis eftir spennandi keppni við liðsfélaga sinn Fernando Alonso. Hefur hann því keppni fremstur annað mótið í röð. Í þriðja og fjórða sæti urðu Ferrariþórarnir Felipe Massa og Kimi Räikkönen.

Hamilton vann einnig ráspól í Montreal fyrir viku og í dag var hann tæpum tveimur brotum fljótari með hringinn en Alonso. Silfurörvar McLaren verða á fremstur rásröðinni í Indianapolis, eða þriðja mótið í röð á árinu; voru það einnig í Mónakó og Montreal.

Keppni McLarenfélaganna um pólinn var jöfn og tvísýn allt til loka. Alonso setti besta tíma í fyrstu tveimur lotum en Hamilton var skammt á eftir. Í lokalotunni var Alonso fljótari á fyrstu tveimur tímasvæðum brautarinnar af þremur en Hamilton mun fljótari á lokakaflanum og það dugði honum til að slá heimsmeistaranum við.

Massa varð eina ferðina enn hlutskarpari Räikkönen í tímatökum en tími þess síðarnefnda var meira en hálfri sekúndu lakari en tími Hamiltons, sem er mikill munur.

Nick Heidfeld á BMW varð fimmti en mest kom Heikki Kovalainen á Renault á óvart með sínum besta tímatökuárangri á ferlinum, sjötta sæti. Fylgir þar með eftir góðum árangri í Montreal, þar sem hann lauk keppni í fjórða sæti.

Nýliðinn Sebastian Vettel hjá BMW stóð sig einnig einstaklega vel í sinni fyrstu tímatöku á ferlinum; komst léttilega í gegnum tvær fyrstu loturnar og varð sjöundi. Hóp 10 bestu fylltu svo Jarno Trulli á Toyota, Mark Webber á Red Bull og Giancarlo Fisichella á Renault.

David Coulthard á Red Bull var innan við sekúndubroti frá því að komast í lokaslaginn og hefur keppni ellefti. Byrjar næst á undan Ralf Schumacher hjá Toyota sem með 12. sætinu náði betri árangri í tímatöku en nokkru sinni frá í Malasíukappakstrinum. Síðustu þrjú mót hefur Ralf ekki komist áfram úr fyrstu lotu, þ.e. hafið keppni aftar en í 16. sæti.

Niðurstaða tímatökunnar varð annars sem hér segir:

Tímatakan í Indianapolis Lota 1 Lota 2 Lota 3
Röð Ökuþór Team Röð Tími Hri. Röð Tími Hri. Röð Tími Hri.
1. Hamilton McLaren 3. 1:12.563 3 2. 1:12.065 3 1. 1:12.331 13
2. Alonso McLaren 1. 1:12.416 3 1. 1:11.926 3 2. 1:12.500 12
3. Massa Ferrari 5. 1:12.731 5 4. 1:12.180 3 3. 1:12.703 12
4. Räikkönen Ferrari 6. 1:12.732 4 3. 1:12.111 6 4. 1:12.839 12
5. Heidfeld BMW 2. 1:12.543 4 5. 1:12.188 3 5. 1:12.847 13
6. Kovalainen Renault 8. 1:12.998 6 6. 1:12.599 6 6. 1:13.308 12
7. Vettel BMW 4. 1:12.711 6 8. 1:12.644 6 7. 1:13.513 12
8. Trulli Toyota 12. 1:13.186 7 10. 1:12.828 7 8. 1:13.789 12
9. Webber Red Bull 16. 1:13.425 7 9. 1:12.788 6 9. 1:13.871 12
10. Fisichella Renault 11. 1:13.168 6 7. 1:12.603 6 10. 1:13.953 12
11. Coulthard Red Bull 15. 1:13.424 8 11. 1:12.873 7      
12. R.Schumacher Toyota 7. 1:12.851 7 12. 1:12.920 6      
13. Button Honda 14. 1:13.306 6 13. 1:12.998 6      
14. Rosberg Williams 9. 1:13.128 6 14. 1:13.060 6      
15. Barrichello Honda 13. 1:13.203 6 15. 1:13.201 6      
16. Davidson Super Aguri 10. 1:13.164 7 16. 1:13.259 6      
17. Wurz Williams 17. 1:13.441 6            
18. Sato Super Aguri 18. 1:13.477 7            
19. Liuzzi Toro Rosso 19. 1:13.484 7            
20. Speed Toro Rosso 20. 1:13.712 7            
21. Sutil Spyker 21. 1:14.122 6            
22. Albers Spyker 22. 1:14.597 7            
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka